Trúnaðarfulltrúar
Innan UU eru tveir trúnaðarfulltrúar, fyrir starfsárið 2023-2024 eru það Egill Hermannson og Unnur Björnsdóttir.
Þið getið haft samband við hvort sem er Unni eða Egil ef eitthvað kemur upp innan félagsins. Fulltrúarnir vinna svo á málunum í samráði við þau sem leita til þeirra. Trúnaðarfulltrúm fylgir trúnaður.
Unnur Björnsdóttir (hún/hana // she/her)
Að vera umhverfissinni getur verð drullu erfitt stundum. Það getur líka ýmislegt komið upp innan félagasamtaka, bæði stór vandamál en líka minni sem gott er að kortlagt betur með einhverjum. Þessi einhver getur verið ég! Ef þið upplifði misrétti í einhverju formi (hvort sem það er lítið eða stórt) megið þið endilega hafa samband við mig. Ég er mjög góð í trúnó og ræða allt það vandræðalega í lífinu. Mér fylgir líka formlegur trúnaður, svo þið getið verið vissum að ég fer er ekki að slúðra neinu.
ég er myndlistakona, ekki sálfræðingur, en ég hef tekið auka valáfanga í geðsálfræði, fötlunarfræði og tvo þroskasálfræði áfanga. Mér fylgir líka mjög sætur köttur sem þið megið líka spjalla við. Hann heitir Ási og hann lifir fyrir það að týna plast útí hrauni.
Being an environmentalist can be tough at times. There’s also a lot of things that can come up within associations, both big problems but also smaller ones that you might want to talk to someone about. That someone can be me! If you experience inequality in any form (whether it's small or á big one), you can definitely contact me. I am a very good listener and I enjoy all the embarrassing things in life. You also have a full confidentiality, so you can be sure that I will not gossip about anything you say.
I'm an artist, not a psychologist, but I've taken extra corses in psychiatric psychology, disability studies, and two developmental psychology courses. I also have a very cute cat that you can chat with if you prefer that. His name is Ási and he loves digging up plastic in the lava and bringing it home.
Hafa samband
Ekki hika við að hafa samband til að ræða hvað sem er tengt starfi UU – fyllsta trúnaðar gætt!
Egill Ö. Hermannsson
Það er hægt að leysa öll vandamál á farsælan máta en til þess er mikilvægt er að slík mál fari í réttan farveg. Öllum er velkomið að hafa samband við mig með minniháttar eða meiriháttar vandamál. Ég var í stjórn félagsins í þrjú ár en ég kann því vel á lög og samþykktir félagsins, málefnalega ákvarðanatöku og fagleg vinnubrögð. Ég er stjórnmálafræðingur í meistaranámi í Opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og hef starfað í stjórnsýslu ríkisins og tel ég mig því hafa reynslu af því að fara með trúnaðarupplýsingar.
Hafa samband
Ekki hika við að hafa samband til að ræða hvað sem er tengt starfi UU – fyllsta trúnaðar gætt!