top of page

Yfirlýsing: Við stöndum með velferð dýra



Samkvæmt áliti umboðsmanns hefur velferð dýra ekki nægilegt vægi til að hægt sé að rökstyðja frestun hvalveiða með nægilega skýrum hætti á grundvelli laga um hvalveiðar. 


Matvælaráðherra frestaði hvalveiðitímabili í júní s.l. og tók þar með afstöðu með velferð dýra. Í ljósi skýrslu Matvælastofnunar, álits Fagráðs um velferð dýra og yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands bar ráðherra að bregðast við. 


Það stenst ekki nútímann ef lög eru ekki nógu skýr til að stjórnvöldum sé fært að grípa til viðeigandi ráðstafanna í þágu dýravelferðar. Þess vegna köllum við, undirrituð, eftir því að Alþingi breyti lögum á þann hátt að ráðherra hafi heimild til að grípa til viðeigandi ráðstafana komi í ljós að veiðarnar fara í bága við lög um velferð dýra.


Lögin í landinu endurspegla siðferði okkar sem samfélags, til þess eru lögin gerð og hér er augljóslega misræmi milli siðferðislegra gilda meirihluta almennings og laga.



Dýraverndarsamband Íslands

Hvalavinir

Landvernd

Náttúruverndarsamtök Íslands

Samtök grænkera á Íslandi

Samtök um dýravelferð á Íslandi

Ungir umhverfissinnar 



Kommentare


bottom of page