top of page

Umsögn um tillögu að flokkun fimm virkjunarkosta

Ungir umhverfissinnar hafa skilað in umsögn um tillögu að flokkun fimm virkjunarkosta í 5. áfanga rammaáætlunar þ.e. eins í jarðvarma, Bolaalda, og fjögurra í vatnsafli, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun.


Ungir umhverfissinnar vilja vekja athygli á að eins og staðan er í dag, framleiðir Ísland næstum tvöfalt meiri raforku á höfðatölu en nokkurt annað land í heiminum. Við viljum að skoðað verði vel í hvað orkunni er ætlað að fara og hvort þá hægt sé að forgangsraða orku til almennings fremur en að fórna náttúru fyrir stóriðju.


Fyrir alla virkjanakosti er óvissa í mati á áhrifum á landslag, vistkerfi, jarðveg og lífverur metin sem nokkur til mikil og í hverju tilfelli er óvissa á áhrifum á fuglalíf mikil. Að setja fjóra af fimm virkjunarkostum í nýtingarflokk þegar umhverfismat til grundvallar þeirrar ákvörðunar byggir á svo mikilli óvissu getur engan vegin talist samsvarast varúðarreglunni.






Comments


bottom of page