top of page

Styrkir veittir úr loftslagssjóði ungs fólks hjá Reykjavíkurborg


Fjögur verkefni á vegum Ungra umhverfissinna hlutu styrk úr nýstofnuðum Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 30. september s.l. og við gætum ekki verið stoltari af fólkinu okkar sem standa fyrir verkefnunum. Það voru samtals 9 hópar og félög sem hlutu styrki fyrir 14 spennandi verkefnum. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar veittu styrkina við hátíðlega athöfn í Höfða.

Verkefnin okkar sem hlutu styrk voru:


🌾 Hakkaþon unga fólksins um endurheimt votlendis

💥Föstudagar fyrir framtíðina haustið 2024

🎉 COP REYKJAVÍK, ráðstefna og þemapartí

🖋️Ungir rithöfundar fyrir umhverfið




Við óskum öllum sem hlutu styrk innilega til hamingju! Þau félög auk UU sem hlutu styrk eru eftirfarandi:


  • Framtíðin, málfunda- og nemendafélag Menntaskólans í Reykjavík

  • Gleðibankinn – félagsmiðstöð

  • Nemendafélag Borgarholtsskóla

  • Haxi - Hagsmunafélag líffræðinema

  • RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík

  • Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF)

  • Nemendafélag Fjölbrautarskólans við Ármúla

  • Nemendur í hönnun, nýsköpun og frumkvöðlafræði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti





Comments


bottom of page