Fífa, samskiptafulltrúi Ungra umhverfissinna sat samnorræna ráðstefnu 27. - 28. ágúst s.l. um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni í stjórnsýslu norðurlandanna. Markmið ráðstefnunnar var að samræma áherslur sem snúa að líffræðilegri fjölbreytni og miðla góðum ráðum á milli þátttakenda í aðdraganda COP16 (ráðstefna aðildarríkja um líffræðilega fjölbreytni) sem verður haldin seinna á árinu.
Ráðstefnan var haldin sem hluti af verkefninu Joint Nordic Effort for Biodiversity (JNEB) sem er samstarfsverkefni milli Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur þar sem opinberir aðilar og starfsfólk frjálsra félagasamtaka kynntu fjölbreyttar leiðir til að koma áherslunum á framfæri.
Mikið liggur á að koma líffræðilegri fjölbreytni að hjá ríkistjórnum heimsins og passa upp á það að loftslagsaðgerðir komi ekki niður á náttúrunni því afkoma mannfólks á jörðinni er nátengd heilbrigðum og fjölbreyttum vistkerfum.
Eftir ráðstefnuna verður gefin út sameiginleg yfirlýsing með tillögum og ráðleggingum til að ná þeim 23 markmiðum sem mun nýtast til að lyfta upp líffræðilegri fjölbreytni fyrir COP. Marmið GBF (Global Biodiversity Framework) eru skrifuð hér að neðan, lauslega þýdd úr ensku.
Markmiðin eru: (english below)
1. Skipulagning og stýring allra svæða til að draga úr tapi á líffræðilegri fjölbreytni
2. Endurheimt 30% allra hnignaðra vistkerfa
3. Verndun að minnsta kosti 30% lands, vatna og sjávar
4. Stöðva útrýmingu tegunda, vernda erfðafræðilegan fjölbreytileika og stýra árekstrum mannfólks og dýra
5. Tryggja sjálfbæra, örugga og löglega nýtingu á og viðskipti með villtar tegundir
6. Draga úr útbreiðslu ágengra framandi tegunda um 50% og lágmarka áhrif þeirra
7. Draga úr mengun niður í gildi sem eru ekki skaðleg líffræðilegri fjölbreytni
8. Lágmarka áhrif loftslagsbreytinga á líffræðilega fjölbreytni og byggja upp viðnámsþol
9. Stýra villtum tegundum á sjálfbæran hátt til hagsbóta fyrir fólk
10. Auka líffræðilega fjölbreytni og sjálfbærni í landbúnaði, fiskeldi, sjávarútvegi og skógrækt
11. Endurheimta, viðhalda og þannig bæta framlag náttúrunnar til fólks
12. Auka græn svæði og borgarskipulag með vellíðan mannfólks og líffræðilega fjölbreytni að leiðarljósi
13. Deila ávinning af erfðaauðlindum, Digital Sequence information og annarri hefðbundinni þekkingu
14. Koma líffræðilegri fjölbreytni að á öllum stigum stjórnsýslu
15. Fyrirtæki meta, upplýsa um og draga úr áhættu tengdri líffræðilegri fjölbreytni og mögulegum neikvæðum áhrifum
16. Virkja sjálfbæra neyslu til að draga úr sóun og ofneyslu
17. Efla líföryggi og dreifa ávinningi líftækni
18. Minnka skaðlega hvata um að minnsta kosti 500 milljarða dala á ári og auka jákvæða hvata fyrir líffræðilega fjölbreytni
19. Safna 200 milljörðum dollara á ári fyrir líffræðilega fjölbreytni úr öllum áttum, þar á meðal 30 milljörðum dollara í gegnum alþjóðleg fjármál
20. Styrkja getuuppbyggingu, tækniyfirfærslu og vísinda- og tæknisamvinnu fyrir líffræðilega fjölbreytni
21. Tryggja að þekking sé tiltæk og aðgengileg til að bæta líffræðilega fjölbreytni
22. Tryggja þátttöku í ákvarðanatöku og aðgang að réttlæti og upplýsingum sem tengjast líffræðilegri fjölbreytni fyrir öll
23. Tryggja jafnrétti kynjanna og kynbundna nálgun þegar kemur að aðgerðum tengdum líffræðilegri fjölbreytni
Targets of the Global Biodiversity Framework
1. Plan and Manage all Areas to Reduce Biodiversity Loss
2. Restore 30% of all Degraded Ecosystems
3. Conserve at least 30% of Land, Waters, and Seas
4. Halt Species Extinction, Protect Genetic Diversity, and Manage Human-Wildlife Conflicts
5. Ensure Sustainable, Safe, and Legal Harvesting and Trade of Wild species
6. Reduce the Introduction of Invasive Alien Species by 50% and Minimise Their Impact
7. Reduce Pollution to Levels That Are Not Harmful to Biodiversity
8. Minimise the Impacts of Climate Change on Biodiversity and Build Resilience
9. Manage Wild Species Sustainably to Benefit People
10. Enhance Biodiversity and Sustainability in Agriculture, Aquaculture, Fisheries, and Forestry
11. Restore, Maintain and Enhance Nature’s Contributions to People
12. Enhance Green Spaces and Urban Planning for Human Well-Being and Biodiversity
13. Increase the Sharing of Benefits from Genetic Resources, Digital Sequence Information and Traditional Knowledge
14. Integrate Biodiversity in Decision-Making at Every Level
15. Businesses Assess, Disclose and Reduce Biodiversity-Related Risks and Negative Impacts
16. Enable Sustainable Consumption Choices to Reduce Waste and Overconsumption
17. Strengthen Biosafety and Distribute the Benefits of Biotechnology
18. Reduce Harmful Incentives by at Least $500 Billion per Year, and Scale Up Positive Incentives for Biodiversity
19. Mobilize $200 Billion per Year for Biodiversity From all Sources, Including $30 Billion Through International Finance
20. Strengthen Capacity-Building, Technology Transfer, and Scientific and Technical Cooperation for Biodiversity
21. Ensure That Knowledge Is Available and Accessible to Guide Biodiversity Action
22. Ensure Participation in Decision-Making and Access to Justice and Information Related to Biodiversity for all
23. Ensure Gender Equality and a Gender-Responsive Approach for Biodiversity Action
Mynd: Josephine Amalie Paysen / Unsplash
Comments