top of page

Ný stjórn UU & önnur tíðindi frá Aðalfundi 2023

Updated: May 6, 2023

Aðalfundur Ungra umhverfissinna 2023 fór fram í Háskóla Íslands þann 15. apríl s.l. Rætt var um störf líðandi starfsárs, farið yfir ársskýrslu og ársreikning, kosið um lagabreytingartillögur, kosið í stjórn, tilkynnt um Unga umhverfissinnann 2022-23, og ný stefna félagsins samþykkt.


Nýja stjórn UU fyrir starfsárið 2023-24 skipa:


Forseti - Finnur Ricart Andrason

Varaforseti - Evlalía Kolbrún Ágústsdóttir

Gjaldkeri - Una Lilja Erludóttir

Ritari - Snorri Hallgrímsson

Kynningar- og fræðslufulltrúi - Bára Örk Melsted

Loftslagsfulltrúi - Cody Alexander Skahan

Náttúruverndarfulltrúi - Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir

Hringrásarhagkerfisfulltrúi - Emily Richey-Stavrand


Frá vinstri: Una Lilja Erludóttir, Evlalía Kolbrún Ágústsdóttir, Finnur Ricart Andrason, Emily Richey-Stavrand, Bára Örk Melsted, Cody Alexander Skahan, Snorri Hallgrímsson.

Önnur embætti utan stjórnar fyrir starfsárið 2023-24 skipa:

  • Trúnaðarfulltrúar - Unnur Björnsdóttir & Egill Ö. Hermannsson (sjá meira um þau hér)

  • Skoðunarmanneskja reikninga - Þorgerður María Þorbjarnardóttir


Í ársskýrslu UU 2022-23 má lesa um allt það sem félagið tók sér fyrir hendur á líðandi starfsári, m.a. nefndarstarfið, landsfundina, Loftslagsverkfallið, alþjóðlegar ráðstefnur Sþ. sem við sóttum, og fjölmiðlaumfjöllun um félagið. Ársskýrsluna í heild sinni má finna hér.


Fjárstaða félagsins er góð og má skoða samantekt á fjármálum UU í ársreikningi UU 2022-23 sem er að finna hér.


Kosið var um ýmsar lagabreytingartillögur á aðalfundinum og verða samþykktir félagsins uppfærðar og þýddar yfir á ensku á næstunni. Samþykktir félagsins er að finna hér.


Ný stefna UU var einnig samþykkt á aðalfundinum. Þessi ítarlega stefna í þremur köflum sem unnin var í góðu samráði við félaga á fjórum landsfundum og í gagnsæju stefnumótunarferli undanfarna tvo mánuði mun móta og efla starf félagsins á komandi starfsárum.


Skemmtilegasti liður aðalfundarins var svo auðvitað þegar tilkynnt var um Unga umhverfissinnann 2022-23. Þessa hvetjandi viðurkenningu hlaut Helga Hvanndal Björnsdóttir fyrir frábær störf á líðandi starfsári í þágu félagsins og náttúrunnar.


Fundargerð aðalfundar UU 2023 má nálgast hér.


Comments


bottom of page