top of page

Ný Handbók loftslagsaktívistans gefin út

Updated: Oct 2, 2024


Ungir umhverfissinnar héldu í gær útgáfuhóf Handbókar loftslagsaktívistans á Loft Hostel með góðum hópi meðlima og vina samtakana. Þessi glæsilega rafræna handbók er stútfull af fróðleik um loftslagsmál og tólin sem við sem aktívistar höfum til að hafa áhrif í samfélaginu.



Markmið handbókarinnar er að valdefla ungt fólk í baráttunni gegn loftslagskrísunni því stjórnvöld og aðrir valdhafar virðast ekki hafa áhuga á að tryggja farsæla framtíð ungs fólks. Við þurfum að taka málin í eigin hendur.


Frábær og fjölbreyttur hópur kom að því að vinna þessa handbók undanfarin þrjú ár eftir að styrkur fékkst úr Loftslagssjóði og þakkar stjórn UU þeim öllum fyrir gott samstarf og snilldar afurð! Höfundar og starfsfólk verkefnisins voru:


Þorgerður María Þorbjarnardóttir, höfundur og verkefnastjóri

Birnir Jón Sigurðsson, höfundur

Natka Klimowicz, grafískur hönnuður

Alex Diljar Birkisbur Hellsing, vefhönnuður

Eva Lín Vilhjámlsdóttir, þýðandi


Við hvetjum öll til að glugga í þessari fróðleikskistu, bæði reynslumikla og verðandi aktívista, þó það sé ekki nema til að njóta flottu myndskreytinganna ;) Við eigum öll erindi í loftslagsaktívisma!


Við getum öll haft áhrif og þurfum við sífelt á fleiri höndum og hæfileikum að halda. Næstu skref: 1) lesa handbókina, 2) hafa áhrif.


Handbókina má nálgast í gegn um slóðina: loftslagsaktivisti.umhverfissinnar.is


コメント


bottom of page