23. ágúst 2023
Íslensk börn og ungmenni tilkynna áætlanir þess efnis að lögsækja íslenska ríkið vegna hvalveiða undir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Vegna þeirrar ógnar sem steðjar af veiðum á langreyðum á heilsusamlegt og lífvænlegt umhverfi hefur hópur íslenskra barna tilkynnt áætlanir sínar þess efnis að lögsækja íslenska ríkið undir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (Sþ.) ef hvalveiðar hefjast á ný í september. Slíkt mál yrði höfðað á grundvelli 3. greinar Barnasáttmálans um það sem barninu er fyrir bestu, 5. greinar um leiðsögn fjölskyldu, 24. greinar um heilsuvernd, vatn, mat og umhverfi, og 31. greinar um hvíld, leik, menningu og list, þar sem hvalveiðar brjóta í bág við þessar greinar.
Langreyðar eru hluti af stórbrotnu vistkerfi og borða þær mestmegnis svifdýr. Úrgangur hvalana dreyfist svo í efri lögum sjávarins sem gerir mikilvæg næringarefni aðgengileg plöntu- og dýrasvifi. Plöntusvifið er að mestu leyti smáþörungar sem nýta koltvísýring til að framleiða orku í gegnum ljóstillífun og verður súrefni til sem aukaafurð. Plöntusvif spilar mikilvægt hlutverk í súrefnisframleiðslu heims en á heimsvísu framleiðir það meira súrefni en allir regnskógar heims til samans. Við lífslok hvala sökkva hræ þeirra til sjávarbotns og eru næringarefnin, þ.m.t. kolefni, að hluta til nýtt af botnsjávarlífverum og að hluta til bundin varanlega í setlög sjávar. Þetta er viðkvæm hringrás þar sem hvalir spila mikilvægt hlutverk. Með því að leyfa hvalveiðar er hætta á að við rjúfum jafnvægi þessarar hringrásar sem veldur þá neikvæðum áhrifum á þau vistkerfi sem hvalir eru hluti af. Gæti það í kjölfarið valdið losun gróðurhúsalofttegunda og hægt á eða stöðvað bindingu kolefnis í setlögum hafsins. Slíkt myndi auka áhrif loftslagsbreytinga og stefna lífum barna í hættu.
Fordæmi eru fyrir slíkum málsóknum en að minnsta kosti 19 mál hafa verið höfðuð gegn stjórnvöldum á grundvelli mannréttindabrota gegn börnum og ungmennum í samhengi við loftslagsbreytingar.
Nefna má athyglisvert mál Sacchi og fleiri gegn Argentínu, þar sem Barnaréttur Sameinuðu þjóðanna samþykkti rök kröfuhafa um að Argentínsk stjórnvöld og fleiri ríki bæru lagalega ábyrgð á þeim skaðlegu áhrifum sem losun gróðurhúsalofttegunda innan þeirra landsvæða hefur á börn. Nefnd Sþ. um réttindi barna komst einnig að þeirri niðurstöðu að í þessu tilfelli væri ungt fólk þolendur fyrirsjáanlegrar ógnar á rétti þeirra til lífs, heilsu og menningar.
Annað slíkt dæmi má rekja til ársins 2019 þegar hæstiréttur Hollands úrskurðað að hollenskum stjórnvöldum beri skylda til að ná markmiðum sínum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Setti þetta af stað bylgju svipaðra málsókna, meðal annars vel heppnaða málsókn þýskra ungmenna árið 2021.
Barnasáttmáli Sþ. var fullgiltur á Íslandi árið 1992. Með því að löggilda samninginn hafa íslensk stjórnvöld veitt því viðurkenningu að börn eru viðkvæmur og breytilegur hópur samfélagsins sem þarfnast sérstakrar umönnunar, verndunar og stuðnings. Íslensk stjórnvöld hafa þó stigið skrefinu lengra en margar þjóðir innan Sameinuðu þjóðanna en Barnasáttmálinn var löggiltur árið 2013 með lögum nr. 19/2013. Síðan þá hefur sáttmálinn verið innlimaður í íslensk lög og þekking barna á réttindum þeirra aukist. Þrátt fyrir þetta er þörf á aukinni fræðslu á réttindum barna fyrir bæði börn og fullorðna.
Það er ekki aðeins nauðsynlegt, heldur einnig krafa undir íslenskum lögum, að íslensk stjórnvöld horfi til framtíðar barna og taki tillit til réttinda þeirra á heilsusamlegu og lífvænlegu umhverfi. Það að leyfa veiðar á langreyðum gengur gegn Barnasáttmála Sþ.
Þessi málshöfðun er studd af Síðustu hvalveiðistöðinni (e. Last Whaling Station), Laura Shorten Consultancy, Rétti, Ungum umhverfissinnum, og Nordic Youth Biodiversity Network.
---
Frekari upplýsingar veitir:
Cody Skahan, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna
+3546116404
Comentarios