Skráning hér: https://forms.gle/HWMGwnYBPWrcpKsy9
Landsfundur Ungra umhverfissina um náttúruvernd verður haldinn á Icelandair hotel Reykjavík Natura (Nauthólsvegi 52, 102 Rvk) föstudaginn 29. október og laugardaginn 30. október.
Fundurinn er einn af fjórum landsfundum Ungra umhverfissinna: Náttúruvernd - október Loftslagsmál - janúar Kynning og fræðsla - febrúar Hringrásarhagkerfi - mars
Markmið fundarins er að leyfa ungu fólki að hafa áhrif á stefnumál félagsins ásamt því að kynna sér og ræða málefni er varða náttúruvernd. Með því að hafa áhrif á stefnumál félagsins getur ungt fólk komið sínum sjónarmiðum á framfæri við ráðafólk landsins, almenning og stofnanir. Fundurinn verður í formi fyrirlestra, örerinda og umræða þar sem unnið er með ákveðin þemu hverju sinni. Umræður fara fram í hópum en þar gefst þátttakendum færi á að koma sínum skoðunum á framfæri. Afrakstur fundarins verður síðan nýttur til að móta stefnu félagsins í náttúruverndarmálum.
Við munum bjóða upp á gistingu á hótelinu fyrir þá sem það þurfa. Að sama skapi getum við boðið upp á táknmálstúlk og aðra þjónustu er varðar aðgengi á fundinum.
Fyrirlesarar:
1. Dýravernd: Snorri Sigurðsson - lög um dýravernd Kristinn Haukur Skarphéðinsson - íslenskir fuglastofnar - ógnir og aðgerðir Ester Rut Unnsteinsdóttir - íslenski refurinn Sandra Magdalena Granquist - selastofnar við Ísland Edda Elísabet Magnúsdóttir - hvalastofnar við Ísland
2. Landnýting Þóra Ellen Þórhallsdóttir - landnýting og flóra Íslands Kristín Svavarsdóttir - landnýting og vistkerfi Guðfinnur Jakobsson - lífrænn landbúnaður Hjördís Jónsdóttir - skógrækt Jóhann Þórsson og Bryndís Magnúsdóttir - landnýting í náinni framtíð Ólafur Arnalds - landnýting og jarðvegur Skúli Skúlason - líffræðilegur fjölbreytileiki Aldís Erna Pálsdóttir - landnýting og fuglastofnar
3. Virkjanir og friðlýsingar Umhverfisstofnun - friðlýsingar og þjóðgarðar Landsvirkjun - virkjanir Benóný Jónsson - áhrif vatnsaflsvirkjana á lífríki ferskvatns Nína Aradóttir - sjónarhorn landvarða
4. Sjór og sjávarútvegur Steinunn Hilma Ólafsdóttir - verndarsvæði í sjó Pétur Halldórsson - verndun úthafa Gréta María Grétarsdóttir - umhverfismál í sjávarútvegi
Comentários