top of page

Hvað er málið með Hvammsvirkjun?

Frumvarp um Hvammsvirkjun er brot á stjórnarskrárvörðum

rétti borgaranna og gengur gegn vatnatilskipun ESB


Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem fimmtán náttúruverndarsamtök létu vinna fyrir sig á nýframkomnu frumvarpi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem snýr að breytingum á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála.

Sjá nánari umfjöllun á síðu Landverndar



Það er varhugavert fordæmi ef frumvarp um Hvammsvirkjun verður afgreitt á Alþingi óbreytt. Verja verður stjórnarskrárvarðan rétt Íslendinga og vatnsauðlindina sjálfa. Ungir umhverfissinnar lýsa miklum áhyggjum yfir því að með frumvarpinu sé hart sé gengið gegn Árósarsamningnum sem tryggir aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.


Árósasamningurinn er ný tegund samnings um umhverfismál. Hann tengir saman umhverfisrétt og mannréttindi. Þar er viðurkennt að menn hafi skyldum að gegna gagnvart komandi kynslóðum. Samningurinn staðfestir að sjálfbærri þróun verður ekki náð án aðildar allra hagsmunaaðila og tengir saman ábyrgð stjórnvalda og umhverfisvernd.


- af síðu Alþingis, Þskj. 1195  —  678. mál.


Eftirtalin umhverfisverndarsamtök mótmæla harðlega framlagningu frumvarpsins og skora á umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, sem og þingmenn alla að láta frumvarpið ekki fram ganga í óbreyttri mynd.


Ungir umhverfissinnar

Landvernd

Náttúruverndarsamtök Íslands

Náttúrugrið

Verndarsjóður villtra laxastofna

Vinir Þjórsárvera

Íslenski náttúruverndarsjóðurinn

Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit

Fyrir vatnið

Náttúruverndarsamtök Suðurlands

Eldvötn í Skaftafellssýslu

Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi

Náttúruverndarsamtök Austurlands

Náttúruverndarsamtökin Hraunavinir

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands

Verndarfélag Svartár og Suðurár

Samtök um vernd í og við Skjálfanda


Forsíðumynd er fengin í láni af síðu Náttúrugriða við frétt um Hvammsvirkjun

Comments


Allir ungir umhverfissinnar sem aðhyllast markmið og stefnu félagsins geta skráð sig og það kostar ekkert. Með skráningu getur þú m.a. tekið þátt í nefndastarfi og annarri hagsmunagæslu Ungra umhverfissinna.

ungir@umhverfissinnar.is

Kt. 5104130240

Bankareikningur: 0115-26-010488

  • Instagram
  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
bottom of page