top of page

Birkifræjatínsla

Updated: Oct 17, 2020

Fulltrúar úr stjórn Ungra umhverfissinna mættu í birkifræjatínslu föstudaginn 18. september fyrir utan Háskóla Íslands sem loftslagverkfallið skipulagði. Það var fámennt en góðmennt.


Við viljum vekja athygli á birkifræjatínslu-átaki hjá landgræðslunni.


"Í Aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum 2018-2030 er kveðið á um umfangsmikið átak við endurheimt birkiskóga og kjarrlendis og er það í takt við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þar sem lögð er áhersla á endurheimt raskaðra vistkerfa. Nú í haust munu Landgræðslan og Skógræktin ýta úr vör átaki til að endurheimta birkiskóga landsins. Reynslan frá Þórsmörk, Hekluskógum og Skeiðarársandi hefur sýnt að með samstarfi stofnana, félagasamtaka, almennings og móður náttúru má stórefla útbreiðslu birkis. Við viljum því hvetja almenning til að leggja góðu málefni lið og taka þátt í þjóðarátaki í söfnun og dreifingu birkifræs. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á birkiskogur.is"

Þetta skrifa Guðmundur Halldórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, og Brynjar Skúlason, sérfræðingur hjá Skógræktinni á síðu landgræðslunnar 16. sept 2020.



Comentarios


bottom of page