top of page

Aðalfundur Ungra umhverfissinna 2022

Sunnudaginn 10. Apríl kl.12:00 -15:00

Hitt húsið, Rafstöðvarvegur 7-9 110 Reykjavík

og á zoom fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn

(ath. grænkeraveitingar í boði fyrir þau sem mæta á staðinn <<3)

Aðalfundur Ungra umhverfissinna fer fram þann 10. apríl 2022 kl 12-15 í Hinu Húsinu í Rvk. Einnig verður hægt að taka þátt gegnum Zoom streymi (hlekkur birtur síðar á facebook viðburði).


Dagskrá aðalfundar: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram 4. Lagabreytingar 5. Tilkynnt hver hlýtur titilinn Ungi umhverfissinninn 2021-22! (sjá nánar neðar)

Stutt fundarhlé (vegan pítsur)

6. Kosning formanns 7. Kosning varaformanns 8. Kosning gjaldkera 9. Kosning ritara 10. Kosning fræðslu- og kynningarfulltrúa 11. Kosning loftslagsfulltrúa 12. Kosning náttúruverndarfulltrúa 13. Kosning hringrásarhagkerfisfulltrúa 14. Kosning 2 trúnaðarfulltrúa 15. Kosning 1 skoðunarmanns reikninga 16. Önnur mál


Stjórn er skipuð formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara, kynningar- og fræðslufulltrúa, loftslagsfulltrúa, náttúruverndarfulltrúa og hringrásarhagkerfisfulltrúa. Sjá nánar í 11. gr , IV. kafli (https://www.umhverfissinnar.is/samþykktir).

Sjá um störf trúnaðarfulltrúa í 16. gr , IV. kafli (https://www.umhverfissinnar.is/samþykktir).

Sendið tilkynningu um framboð með nafni, embætti og mynd á ungir@umhverfissinnar.is fyrir fundinn titlaðan: ,,embætti" ,,nafn frambjóðanda".

Lagabreytingatillögur skulu berast á netfangið ungir@umhverfissinnar.is eigi síðar en kl. 12:00 þann 7. apríl.

Til að hafa atkvæðisrétt á aðalfundi þarf að skrá sig í félagatal í síðasta lagi kl. 12:00 þann 3. apríl (viku fyrir aðalfund). Skráning í félagatalið fer fram hér: https://www.umhverfissinnar.is/skradu-thig

Á fundinum munum við verðlauna almennan félaga fyrir framúrskarandi störf í þágu félagsins á starfsáarinu 2021-22, og hlýtur sá aðili titilinn Ungi umhverfissinninn 2021-22. Tekið er við tilnefningum hér (https://forms.gle/CPEw8oezwDy3e9Tp8)

Hitt Húsið er með gott hjólastólaaðgengi og við munum fá táknmálstúlk á staðinn. Fundurinn fer fram á íslensku en það verður hvísltúlkun í boði. Ef það vantar aðra þjónustu er varðar aðgengi á fundinum, ekki hika við að hafa samband!

Hlökkum til að sjá ykkur!

Núvernadi stjórn þakkar fyrir árið!

ps. við erum nokkur í núvernadi stjórn sem getum því miður ekki sótt eftir stjórnarhlutverki á komandi starfsári...svo ekki hika við að bjóða þig fram í stjórn! þetta er mjög gefandi starf <3


Opmerkingen


bottom of page