top of page
UU-Landsfundir-Allt_edited_edited.jpg

Landsfundir Ungra Umhverfissinna 2021-22

lauf.png
sky.png

Landsfundir Ungra umhverfissinna verða haldnir fjórar helgar í vetur en þeir munu fjalla um mismunandi málefni; náttúruvernd, loftslagsmál, hringrásarhagkerfið og kynningar- og fræðsluefni. Fyrsti fundurinn verður í lok október þar sem náttúruvernd verður í sviðsljósinu.

 

Markmið landsfundanna er tvíþætt. Annars vegar að veita ungu fólki tækifæri til að taka þátt í borgaralegu samfélagi og efla stjórnmála-, menningar-, félags- og umhverfisvitund þeirra. Hins vegar eru fundirnir tækifæri fyrir ungt fólk úr öllum áttum til að hafa áhrif á stefnu félagsins en afrakstur fundanna verður nýttur í stefnumótun í tilheyrandi málaflokkum. Fundirnir eru þar að auki frábært tækifæri fyrir ungt fólk til að afla sér þekkingar um umhverfismál frá fræðafólki landsins og efla tengslanet sitt.

 

Fundirnir verða byggðir upp af fyrirlestrum og örerindum frá fræðafólki og öðrum aðilum um ákveðin þemu. Eftir hvert þema verða umræður í hópum þar sem grunnurinn að stefnu UU verður lagður.

 

Fundirnir eru opnir öllu ungu fólki þ.e. ekki þarf að vera félagi í UU til að taka þátt. Við minnum þó á að aðild að félaginu er öllum að kostnaðarlausu. Við getum boðið upp á gistingu og ferðastyrk ef þörf er á fyrir fundina. Einnig getum við boðið upp á úrræði er varðar önnur aðgengismál s.s. táknmálstúlkun og hjólastólaaðgengi.

Náttúruvernd
Loftslagsmál
Kynning- og fræðsla
Hringrásarhagkefi
pera.png
hringur.png
Náttúruvernd-01.jpg
Loftslagsmál-1.2.jpg
Kynning-Fræðsla-1.2.jpg
Hringrásarhagkerfi-1.2.jpg
bottom of page