top of page

Herferðin Aðgerðir strax!

Þessi síða hýsir herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Herferðin mun standa yfir 12. febrúar til 5. mars 2021.

Kröfulisti

1. LÝSIÐ YFIR NEYÐARÁSTANDI Í LOFTSLAGSMÁLUM

Stjórnvöld þurfa að viðurkenna alvarleika ástandsins því loftslagsbreytingar eru ein helsta núverandi ógn mannkyns. Það er þess vegna sem nú er talað um loftslagvá og hamfarahlýnun -því að við erum komin á stig neyðarástands. Með slíkri yfirlýsingu staðfesta yfirvöld alvarleika stöðunnar og vilja sinn til þess að bregðast við á viðeigandi hátt.

2. MARKMIÐ FEST Í LÖG
 

Við krefjumst þess að markmið í loftslagsmálum verði fest í lögum sem skuldbindur stjórnvöld og fyrirtæki til þess að vinna að þeim með skipulögðum hætti.

 
 
3. HORFIÐ Á HEILDARLOSUN OG LEGGIÐ FRAM AÐGERÐIR ÚT FRÁ HENNI
 

Við krefjumst þess að stjórnvöld setji markmið um a.m.k. 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir árið 2030, svo við getum náð kolefnishlutleysi árið 2040.

Aðildarfélög

 
UU_2019-Logos-Icon_edited_edited_edited.
lis.png
Stúdentaráð.jpg
síf.png
bottom of page