Ungir umhverfissinnar hönnuðu kvarða til að meta umhverfis- og loftslagsmál í stefnum stjórnmálaflokkanna í framboði til Alþingis. Flokkunum var boðið til fundar með félaginu og til formlegrar einkunnaafhendingar í sal Íslenskrar erfðagreiningar 23. nóvember 2024.
Verkefninu var ætlað að hjálpa almenningi að taka upplýsta ákvörðun í kjörklefanum sem og að vera flokkum í framboði aðhald og hvatning til að gera betur.
Kvarðann er hægt að nota til að fylgjast með hvernig flokkum gengur að standa við sett loforð, en einnig fyrir flokkana sem hugmyndaauðgi til að koma umhverfis- og loftslagsmálum áleiðis.
Ungir umhverfissinnar eru einn af bakhjörlum Loftslagsverkfallsins - Fridays for Future IS. Ásamt því að fjölmenna reglulega á verkföllinn kemur félagið að skipulagningu og kynningarstarfi Loftslagsverkfallsins. Á hverjum föstudegi kemur fjöldi félaga og einstaklinga saman og vinna að sameiginlegu markmiði.
Við viljum sjá stórauknar aðgerðir í loftslagsmálum!
Landsfundir Ungra umhverfissinna verða haldnir fjórar helgar í vetur en þeir munu fjalla um mismunandi málefni innan félagsins:
Náttúruvernd 29. - 30. okt 2021
Kynningar- og fræðslumál 26. - 27. feb 2022
Hringrásarhagkerfi 28. - 30. okt 2022
Loftslagsmál 6. - 8. jan 2023
Fundirnir eru opnir öllu ungu fólki þ.e. ekki þarf að vera félagi í UU til að taka þátt. Við minnum þó á að aðild að félaginu er öllum að kostnaðarlausu.
Ungir umhverfissinnar halda árlega kynningar í framhaldsskólum landsins. Okkar helsta kynningarefni er miðað að framhaldsskólanemendum, en við getum tekið að okkur kynningar fyrir önnur skólastig, stofnanir eða félög.
Kynningarnar varpa ljósi á hvernig umhverfismál tengjast ungu fólki og hvernig ungt fólk getur haft bein áhrif á ákvarðanir stjórnvalda og daglegt líf í þágu umhverfisins.
Við höfum boðið upp á á kynningarnar gjaldfrjálst, en þar sem öll vinnan er unnin í sjálfboðavinnu eru frjáls framlög þegin
með þökkum.